Hreinsiferill  
Hreinsiefni
 
Óhreinindi
  Efni   Staðlar   Atvinnugreinar

Óhreinindi

Efni á hlut getur verið talið óæskileg óhreinindi, ásættanleg eða jafnvel æskileg (t.d. ryðvörn). Þegar skilgreina á óhreinindi getur því verið gott að fletta upp í stöðlum bandaríska hersins MIL-STD-1246C, þar segir: óhreinindi eru óæskileg efni.

Þegar óhreinindi eru skilgreind þarf að taka tillit til hreinsunar, því þá er hægt að velja rétta hreinsiaðferð. T.d. er ekki hægt að hreinsa óhreinindi með svipað eiginleika með sömu aðferðum því aðrir þættir geta haft áhrif. Þess vegna er nauðsynlegt að flokka óhreinindi til að auðvelda val á hreinsiaðferð. Í handbók ASTM (stofnun sem sér um efna- og tækjaprófanir) er kafli um val á hreinsiaðferðum, þar er óhreinindum skipt í sex flokka. Gefin er upp algengasta hreinsiaðferðin fyrir ákveðin óhreinindi og sagt til um gagnsemi hennar í smáatriðum. Gefin eru dæmi um aðferðir. Flokkarnir eru:

LÍFRÆN
leðja Blautur, mjúkur jarðvegur eða jarðefni. (1)
ryk Mold eða annað smákornótt þurrt efni. (1)
olía

Stór flokkur efna sem eru oftast olíukennd, seigfljótandi og sprengjufim. Vökvi við venjulegt hitastig og leysanlegur í eter eða alkóhóli en ekki vatni. (1)Fitu- og olíkenndur vökvi unninn úr grænmeti, dýrum, steinefnum eða gerviefnum. (3)OLÍUFEITI - Blanda af jarðolíu ásamt dýra- eða jurtafitu eða olíu. Samsettar olíur hafa mikla sækni í málmyfirborð, þær henta vel þar sem er blaut gufa og mikið álag. Þær henta ekki þar sem þörf er á langtímaryðvörn. (2) Náttúrulegri olíu hættir til að þykkna og verða kvoðu-/gúmmíkennd vegna áhrifa frá súrefni í andrúmsloftinu og hvataáhrifa koparagna.TÚRBÍNUOLÍA - Hágæða ryð- og tæringarvarnarolía sem stenst strangar kröfur sem settar eru um smurefni fyrir gufuhverfisvélar. Gæða túrbínuolíur eru einnig þekktar á mikilli hæfni til að skiljast frá vatni, ómissandi við aðskilnað olíu og vatns. Túrbínuolíur eru mikið notaðar þar sem þörf er á langvarandi og áreiðanlegri smurningu. Svo sem loftþjöppur, vökvakerfi, tannhjóladrif ofl. Túrbínuolíur er einnig hægt að nota sem hitaflutningsvökva í opnum kerfum, þar sem oxunarjafnvægi er grundvallaratriði. (3)EFNASMÍÐUÐ OLÍA - Smurefni framleitt með samruna frekar en útdrætti eða hreinsun. Með samruna er hægt að stjórna mólikúlbyggingunni þannig að hún standist kröfur fyrir hágæða vélar. Efnasmíðuð smurefni eru framleidd úr mismunandi efnagrunnum og nokkrir flokkar af efnasamböndum hafa verið þróaðir til að mynda grunn fyrir almenna efnasmíðaða vökva. Efnasmíðaðir vökvar eru t.d. pólýalfaólefín (PAO), pólýester, pólýalkalínglýkol (PAG), sílikon, sílikat ester, fosfatester og flúorokolefni. Efnasmíðuð smurefni standast oft kröfur um t.d. óeldfimi, varmastöðugleika, tæringar- og geislavörn betur en jarðolíu afurðir. Krafan um náttúruvernd hefur aukið þróun og þörf fyrir vökva sem eru bæði lífbrotagjarnir og hafa litla eiturvirkni. Blanda af jarðolíu og efnasmíðum vökvum eru notuð til að framleiða hágæða smurefni. (4).

steinolía STEINOLÍA - Jarðolíur, ekki dýra- og jurtaolíur. (2)SÉRSTAKLEGA UNNIN STEINOLÍA- Eimingarþáttur á milli steinolíu og gasolíu. Notað sem leysiefni í gasísogsaðferðum, smurning við völsun á málmþynnum og sem grunnur í margar sértækar efnablöndur. (2)
feiti FEITI - Blanda af fljótandi smurolíu (oftast jarðolía) og þykkingarefni (oftast sápa) ýrt í olíunni. Þar sem feiti rennur ekki auðveldlega, er hún notuð þar sem smurning þarf að endast lengi og olía helst ekki. Sápuþykkni myndast (sápun) þegar málmhýdroxíð eða basi hvarfast við fitu, fitusýrur eða ester. Tegund sápu fer eftir því hvaða eiginleikum fitu er óskað. Kalsíumsápufeiti er mjög vatnsþolin, en óstöðug við hátt hitastig. Natríumsápufeiti er stöðug við hátt hitastig, en leysist upp í raka. Lítíumsápu feiti hefur þol gegn hita og raka. Blönduð sápa er samsett úr nokkrum sápum, og hefur því virkni frá hverri gerð. Margþætt sápa myndast þegar basi hvarfast við þungmólikúla fitu eða fitusýru og samfellds hvarfs basa við lífræna eða ólífræna stuttkeðju sýru og mynda málmsalt (Komplex þáttur). Komplex þátturinn eykur dreypni feitinnar. Litíum-, kalsíum- og álfeiti eru algangir basar í margþættum sápufeiti. Þykkiefni sem innihalda ekki sápu eru notuð í framleiðslu á feiti, t.d. leir, kísilhlaup, kolsverta og ýmis tilbúin lífræn efni. Fjölnota feiti er framleidd til að þola hita og vatn og gæti innihaldið aukefni til auka álagsþol og ryðvörn. (2)
kvoðuefni Fast efni eða hálfþétt, ljósgult til dökk brúnt, samsett úr kolefni, vetni og súrefni. Finnst í plöntum er algengt í furu og þini, sést oft sem smá kúlur á berkinum. Efnaframleidd kvoða t.d. pólýstýren, pólýester og akrýl eru aðallega unnin úr bensíni. Mikið notað í framleiðslu á lakki, fernisolíu, plasti, lími og gúmmí. (2)
mótaolía Yfirleitt unnið úr bensíni, auðveldar mótun á málmi. Getur verið í fljótandi eða föstu formi (krem). Erfiðara að hreinsa krem, þau eru vaxkennd og því þarf að nota hærra hitastig við vatnshreinsun.
sót Svart efni sem myndast við bruna, eða losnar úr bensíni við bruna. Smáar agnirnar festast á hliðar reykháfs eða röra sem reykurinn streymir um. Strangt til tekið, fínt duft, samsett einkum úr kolefni; litar reyk, sem er afleiðing ófullkomins bruna. (7).
smurefni Efni á milli tveggja yfirborða sem eru á hreyfingu. Dregur úr núningi og/eða sliti á milli þeirra. (13).
kælismurefni

Notað til að kæla, smyrja og verja yfirborð vinnslustykkis, fjarlægir málmagnir. Getur verið óblandaðar olíur eða vatnsblandaður vökvi. (HSE, UK)

ryðvörn TÆRINGARVARNAREFNI - Aukefni til að vernda smurð málmyfirborð gegn tæringu frá vatni eða öðrum óhreinindum. Það eru til nokkrar gerðir. Skautuð efni bleyta málmyfirborðið og verja það með þunnri filmu af olíu. Önnur efni geta gleypt í sig vatnið með vatn-í-olíu þeyti þannig að aðeins olían snertir málminn. Önnur gerð bindst efnafræðilega við málminn og myndar yfirborð sem er ekki hvarfgjarnt. Sjá ryðvarnarefni. (2)RYÐVÖRN - Efnablanda notuð til að húða málmyfirborð, myndar filmu sem verndar gegn ryði. Yfirleitt notað til að verja búnað sem er í geymslu. Grunnefnið gæti verið jarðolía, leysiefni, vax eða asfalt að viðbættu ryðvarnarefni. Efnablanda sem samanstendur að mestu leyti af leysiefni og aukefnum er oft kölluð “þunn filmu ryðvörn,” vegna þunnrar filmu sem verður eftir þegar leysiefnið hefur gufað upp. Ryðvörn er framleidd fyrir mismunandi aðstæður t.d. skammtímavörn fyrir hluti í vinnslu, geymslu innanhúss og utan o.s.frv. (2)RYÐVARNAREFNI - Ryðvarnarefni notað í smurolíur til að verja smurða yfirborðið gegn ryði. (2)RYÐ- OG TÆRINGARVÖRN - Hreinsaðar hágæða iðnaðarsmurolíur hannaðar til að endast lengi í hringrásarkerfum, loftþjöppum, vökvakerfum, leguhúsi, gírkössum o.s.frv. Bestu olíurnar eru oft kallaðar túrbínuolíur. (2).
sviti Saltur vökvi sem myndast í svitakirtlum. (8)Þétting raka á köldu yfirborði. (8)
fingraför Far eftir (óhreina) fingur. (8).
tjara  Dökkt, olíukennt, seigfljótandi efni, samsett aðallega úr kolvatnsefni. Myndast þegar lífræn efni eru eimuð t.d. viður, kol eða mór. (6)Þykkur, svartur, seigfljótandi vökvi myndast þegar t.d. viður, kol o.s.frv. er eimað/brennt. Hefur mismunandi samsetningu, fer eftir hitastigi og því efni sem tjaran myndaðist úr. (7)
jarðbik Náttúruleg efni sem innihalda aðallega kolvatnsefni, t.d. malbik. (1)
lakk Seigfljótandi vökvi, samsettur úr lausn af kvoðuefnum í olíu eða rokgjörnum vökva, borið á með pensli eða öðru álíka. Þegar lakkið er borið á þornar það vegna uppgufunar eða efnahvarfs. Kvoðukenndi hlutinn myndar slétt, hart yfirborð, með fallegum gljáa sem getur staðist betur áhrif lofts og raka. Lökkum er yfirleitt skipt í þrjá flokka: spritt/spíritus-, terpentínu- og olíulakk. (7)
málning Efni notað sem húð til að vernda eða fegra yfirborð (blanda með litarefnum leyst upp í vökva, myndar harða húð þegar þurrt)Einnig er til málning í duftformi sem er fest á yfirborð með rafhleðslu. (7).
lím Efni sem sameinar eða festir saman yfirborð. (7)
vax

Efni líkt bývaxi í útliti og eiginleikum. Þekkist á samsetningu þess úr ester og alkóhóli, inniheldur ekki fitusýrur. Notað sem undirlag við þéttingu, lokun á holum og málningarvinnu. (5)bílabón - Gljái borinn sem vörn á bíla getur verið í föstu eða fljótandi formi. (5).

bindiefni Aukefni sem stuðlar að myndun stöðugrar blöndu eða fleyti, olíu og vatns. Algeng bindiefni eru: lútsápur, nokkrar dýra- og jurtaolíur og ýmis jónuð efnasambönd. (3)

 

ÓLÍFRÆN

málmagnir Stærri málmagnir myndast þegar málmur er boraður, fræstur eða renndur.Smærri málmagnir, svarf myndast þegar málmur er t.d. sorfinn, sagaður, slípaður eða fægður.
grafít Náttúrulegt kolefni getur verið í formi sexhyrnds kristals, í flögum eða kornum. Svart og með málmgljáa, mjúkt, og hægt að skrifa með á blað. Notað í blýanta (ranglega kallað blý), deiglur, sem smurning o.s.frv. Oft kallað blárunni eða svart blý. (7).
slípiefni Slípiefni eru notuð til að fjarlægja efni af yfirborði. Slípun er oftast framkvæmd með skífu sem snýst hratt, rafdrifnum dúk- eða pappírsbelti þakið slípiefni. Slípiefni geta verið fín- eða grófkorna. Framleiðendur nota grófar skífur fyrir grófslípun, meðalgróft fyrir almenna skerpingu og slípun og fínar skífur fyrir lokaslípun á hlutum sem þurfa að hafa sérstaklega slétt yfirborð.Algengasta slípiefnið er kísilkarbíð notað við slípun á hörðum stökkum efnum t.d. steypujárn. Og áloxíð grófara slípiefni notað á verkfærastál og hrájárn. Mismunandi lím eru notuð til að festa slípiefnin á skífurnar. Leir er oftast notaður á skífur. Leirinn er blandaður við slípiefnin og hitað þar til það verður glerkennt. Vatn og hátt hitastig hafa engin áhrif. Önnur límefni eru gler (natríum sílikat), plastkvoða og gúmmí. Slípibelti nota sömu slípiefni og skífur en einnig mulið granat og tinnu. Belti slípa málma, gler og keramík. (9)
fægiefni Fíngerð svarfefni notuð til að slétta yfirborð. Við fægjun er oftast notuð skífa úr dúk, flóka eða leðri þakið fínu svarfefni t.d. fínkorna sílikon karbít eða áloxíð. Fyrir fínvinnu er skífan húðuð með “gullsmiða roða”, járnoxíðdufti eða “Tripoli”, kísiltegund. (9) .
ryð Rauð eða appelsínugul húð sem myndast á yfirborði járns vegna snertingar við loft og raka. Samsett aðallega úr járnhýdroxíð og járnoxíð sem myndast vegna oxunar. (1)Efnahvarf súrefnis við vélahluti úr járni og járnblöndum, ekki hægt að fjarlægja með lífrænum leysiefnum. (2).
oxíð Efnasamband þar sem súrefni tengist einu eða fleiri rafeindajákvæðum atómum.
lag sem myndast við fræsingu, vinnslublámi Þykkt lag af oxíð. Stálið hitnar og oxast. (10)
sandur Smáar agnir, þó ekki ryk, úr steinum sérstaklega kísilsteinum. Muldir steinar í formi lausra agna, sem loða ekki saman í bleytu. (7).
salt Efnasamband, myndast þegar öllum eða hluta af vetnisjónum sýru er skipt út fyrir málmjónum eða rafeindagæfum eindum. (6).

 

ANNAÐ

asbest Annað af tveimur eldtraustu, efnaþolnu, steintrefjaformi af óhreinsuðu magnesíum sílikati. Notað í eldvarnir, rafmagnseinangrun, byggingar, fóðrun á bremsum og efnasíur. (6)Asbest er flokkur ólíkra trefja steinefna: Þau eru amósít, krýsótíl og ýmis trefjaform af tremólít, aktíónlít og antófýllít. Þau finnast í jarðvegi og steinum á sumum svæðum. Asbesttrefjar eru mislangar, beinar eða liðaðar. Trefjarnar hafa þol gegn hita og flestum efni. Asbest var notað á marga vegu. Þó aðallega í þakskífur, gólf- og loftaplötur, pappírsvörur, asbestsementafurðir, núningshluti (bílakúpling, bremsur og gírkassahluti), vefnað, umbúðir, pakkningar og húðun. Notkun á asbesti er bönnuð af Evrópusambandinu. (11) Asbest er þekktur krabbameinsvaldur: Umgengni við mikið magn af asbest leiðir til tvenns konar krabbameins. Krabbamein í lungnavef og miðþekjuæxli, og krabbamein í himnuna utan um lungun og önnur líffæri. Báðar tegundir eru yfirleitt banvæn. Þessir sjúkdómar koma ekki fram strax, koma ekki í ljós fyrr en eftir mörg ár. (11)
nítró amín(nítramín) Nítróafleiða af amín, með NNO2 hóp. (12)
skerolía Notað til að kæla, smyrja og verja yfirborð vinnslustykkis, fjarlægir málmagnir. Getur verið óblönduð olía eða vatnsblandaður vökvi. (HSE, UK)
gerviefna smurefni, efnasmíðuð smurefni Smurnefni framleidd með efnahvarfi milli ákveðinna efnasambanda til að mynda efnasamband með fyrirfram ákveðnum eiginleikum. Hægt að bæta við aukefnum í lokaafurðina til að bæta ákveðna eiginleika. Mörg efnasmíðuð smurefni eru unnin að hluta eða öllu leyti úr jarðolíuefnum, önnur eru unnin úr kolum og brúnkolum eða fitukenndum efnum (dýra- eða jurtafitu). Efnasmíðuð smurefni geta verið betri, en olíur úr jarðolíu á sumum sviðum. Mörg hafa hærri seigjustuðul, betri varma- og tæringarstöðugleika og lága rokgirni (sem dregur úr olíunotkun). Sum smurefnin hafa sérstaka eiginleika: t.d. fosfatester sem er eldþolinn, díester hefur góðan tæringarstöðugleika og smyr vel, og sílikon hefur mjög háan seigjustuðul. Flestum efnasmíðuðum smurefnum er hægt að breyta í feiti með því að bæta við þykki. Efnasmíðuð smurefni eru dýrari en olíur úr jarðolíu og eru því valin þegar eiginleikar eða öryggiskröfur eru betri en hefðbundinnar olíu. Helstu flokkar efnasmíðaðrar olíu eru: alkýl arómatar, (lífrænt kolvatnsefni) ólefín óligómers (lífrænt kolvatnsefni), díbasik sýruester (lífrænn ester), pólýól ester (lífrænn ester), pólýglýkól, fosfat ester, sílikon, sílikat ester, kolvatnsefni með halógen. (2)


Heimildir:
[1]    Random House Webster's College Dictionary
[2]    Dictionary of Lubricant Terms, Chevron Oronite's
[3]    Lubrication and Oil Analysis Dictionary
[4]    Technical Dictionary, Fluitec International's website
[5]    Dictionary of Automotive Terms
[6]    The American Heritage® Dictionary of the English Language: Fourth Edition. 2000
[7]    Webster's Revised Unabridged Dictionary (1913)
[8]    http://www.hyperdic.net/dic/
[9]    B and M Grinding
[10]  Dictionary of Metallurgy
[11]  Webster's New World™ Medical Dictionary 2nd Edition
[12]  Dorland's Illustrated Medical Dictionary
[13]  Lubrication and Oil Analysis Dictionary
[14]  UNEP Solvents Technical Options Committee