Alcohol

Alkóhól er flokkur lífrænna efnasambanda sem innihalda hydroxýlhóp (-OH), sem gerir þau skautuð leysiefni sem leysa vel upp breitt svið ólífrænna og lífrænna óhreininda. Léttari alkóhól eru leysanleg í vatni og má nota við þurrkaðferðir. Algeng alkóhól leysiefni eru tréspíritus/metanól, etanól, ísóprópanól, n-bútanól, ísóoktanól, methýl ísóbútýl karbínól, ísóamýl alkóhól, ísóbútýl alkóhól, sýklóhexanól og metýl sýklóhexanól. Alkóhól er mikið notað sem grunnefni við vinnslu á öðrum efnum t.d. ester.
Alkóhól eru fjölhæf leysiefni. Þar sem þau eru svolítið skautuð, eru þau góð allsherjar leysiefni fyrir óskautuð kolvatnsefni, skautuð lífrænefni og jafnvel jónuð efnasambönd. Metýl alkóhól er mjög eitrað, notað í hreinsiefni fyrir gler. Etýl og ísóprópýl alkóhól er algengt í hreinsiefnum, sótthreinsiefnum, fljótandi sápu, blettahreinsun og við lagfæringar. Etanól og ísóprópýl blandast vel í vatni. Bensýl alkóhól er leysir vel upp sumar lífrænar filmur eða prótínleifar. Blanda af bensýl alkóhóli og bensósýru er notuð við hreinsun með leysiefnum.
Furfurýl alkóhól er notað sem allsherjar leysiefni og mýkingarefni í málningu. N-bútýl alkóhól leysir upp fitu, vax, kvoðu, lakk og gúmmí. Hægt er að bæta leysnigetu alkóhóls með vægri hitun.

Additional information
Laws, regulations, standards
Prevention, SDS, columnmodel, etc.
Producers, suppliers
Optimisation potential
References

back
List of all database-processes with this type of agent
cont.