Lífræn leysiefni

Lífræn leysiefni er af mörgum gerðum og uppruna, en öll innihalda þau kolvatnsefni. Lífræn leysiefni leysa upp lífræn óhreinindi á mólikúlstiginu og því fer hreinsigetan eftir mólikúluppbyggingu leysiefnisins. Þau leysa vel upp og hreinsa lífræn óhreinindi og filmur, t.d. olíu, fitu eða vax. Nýtast vel í hreinsiaðferðum með úða, klútum eða köldum hreinsiböðum, hafa þann kost að þorna hratt og skilja ekki eftir leifar. Ókostir: lágt blossamark, eru heilsuspillandi, geta valdið vægri ertingu, alvarlegri eitrun eða krabbameini. Sum geta verið ósoneyðandi og/eða verið mjög skaðleg vistkerfum í vatni. Þetta getur leitt til þess að notkun þeirra sé háð skilyrðum og eftirliti um geymslu, útblástur og förgun.