Efnasmíðaður ester

Ester er efnafræðilegt heiti yfir lífræn efnasambönd sem myndast þegar karboxýlsýra og alkóhól hvarfast. Alkóhólið og sýran geta verið mismunandi, fer eftir því hver lokaafurðin á að vera. Geta verið allrahanda lífræn leysiefni eins og etýlasetat og önnur stuttkeðju alkóhólafleiður og einnig, sem er ný til komið, ester úr langkeðju olíum, t.d. kókoshnetuolíuester sem nýtist vel við affitun. Alkóhólið getur verið með einn eða fleiri hydroxíðhópa, sem breytir vatnsleysni þessara estera.


Ester er mikið notaður í iðnaði sem leysiefni, mýkiefni, útdráttarefni og efnafræðilegt milliefni í framleiðslu á fjölliðum. Rokgjarnir esterar svo sem etýlasetat, n-bútýlasetat, n-própýlasetat og n-amýlastetat eru mikið notaðir í lakk og leysiefni, naglalakk og naglalakkaeyði, vínylhúð og lím. Til viðbótar fyrrnefndra stuttkeðju estera eru algengir t.d. ísóbútýlasetat, n-bútýlasetat, vínylasetat, etýlakrýlat, díetýl maleat og etýlsílikat.

 

Additional information
Laws, regulations, standards
Prevention, SDS, columnmodel, etc.
Producers, suppliers
Optimisation potential
References

back
List of all database-processes with this type of agent
cont.