Hreinsiefni sem innihalda halógena

Efnasambönd eða blöndur sem innihalda halógenatóm t.d. flúor, klór, bróm eða joð. Þegar halógen bindst við kolefni myndar það flokk efnasambanda sem kallast samgild halíð, þ.e. þau eru ekki jónísk í raun. Önnur heiti yfir þessi efnasambönd eru haló-kolefni (halógenbætt kolvatnsefni), klórkolefni og klórflúorkolefni (KFK, mólikúl sem innihalda klór, flúor og kolefni).


Klórbætt leysiefni eru t.d. klóróform, klórbensen, tríklóretelýn, koltetraklóríð, klórbætt flúorkolefni, metýlen klór (díklórmetan) tetraklóretelýn (perklóretelýn) 1,1,1-tríklóretan (metýl klóróform, klóreten). Hreinsiefni með halógenum nýtast á marga vegu í iðnaði og almennt, vegna getu þeirra til að leysa upp olíu, gufa fljótt upp og stöðugleika. Í hreinsun eru þau helst notuð í t.d. þurrhreinsiefni, fituleysi, hreinsiefni fyrir rafeindaiðnað, blek- og málningarleysi. Leysiefnaúrgangi er oft skipt í leysiefni með eða án halógena. Það er dýrara að losa efni með halógenum og stundum samhæfast þau ekki öðrum úrgangi.
Klórbætt lífræn mólikúl eru oft heilsuspillandi og sum eru krabbameinsvaldandi.

Additional information
Laws, regulations, standards
Prevention, SDS, columnmodel, etc.
Producers, suppliers
Optimisation potential
References

back
List of all database-processes with this type of agent
cont.