Hálfvatnskennd hreinsefni

Þessi hreinsiefni eru hópur hreinsiefna samsett úr náttúrulegum eða framleiddum lífrænum leysiefnum, yfiborðsvirkum efnum, ryðvarnarefnum og öðrum aukefnum. Með vatnskennd að hluta er átt við að vatn er notað í sumum stigum hreinsunar t.d. við hreinsun, skolun eða bæði. Yfirleitt hafa þeir góða getu til að hreinsa mikið af fitu, vaxi og tjöru. Lág yfirborðsspenna gerir þeim kleift að smjúga inn í lítil svæði. Sum hafa lágan uppgufuþrýsting og því litla útgeislun/uppgufun rokgjarna lífrænna efnasambanda. Það fer eftir tegundum, hver skaðlegu áhrifin eru, sum eru eitruð vatnalífverum, önnur mjög eldfim eða þarf að skola og þurrka.
Þessi hreinsiefni geta verið blanda af vatni og kolvatnsefni, þau þarf að skola og þurrka. Algeng hreinsiefni sem eru vatnskennd að hluta geta innihaldið terpen, ester, glýkólester og N-metýl-2-pýrólidín (NMP) og önnur kolvatnsefni. Terpen er unnið úr sítrus- eða furuberki og er algengt í allskyns hreinsiefnum fyrir heimili og lykteyðandi efnum. Nýtast vel við flúxhreinsun á prentrásum og álíka aðgerðum. Eru yfirleitt endurvinnanleg, lífbrotagjörn og frárennslið getur nýst sem eldsneyti. Ókostir við að nota terpen er að þeir hafa lágt kveikjumark, mikill stofnkostnaður vegna tækja, gæti þurft að breyta leyfum vegna frárennslis vegna aukinnar súrefnisþarfar og geta valdið skaðlegum áhrifum á öndurfæri hjá viðkvæmum einstaklingum. Sum lokuð hringrásarkerfi geta dregið úr þessum neikvæðu áhrifum.


Kolvatnsefnis leysiefni í þessum hópi innihalda jarðolíu leysiefni (t.d. terpentínu og steinolíu) og alkóhól (t.d. etanól, ísóprópanól og glýkól ester) og ketón (t.d. metýl etýl ketón og aseton). Þau nýtast vel við hreinsun á vaxi, olíu og fitu og er hægt að nota í köld hreinsiböð eða hreinsun með klút. Eru samrýmanleg flestum efnum og er auðvelt að endurvinna. Gallarnir eru lágt kveikjumark, aukinn þurrktími og margir ketónar eru skilgreindir sem forefni ósons.

Additional information
Laws, regulations, standards
Prevention, SDS, columnmodel, etc.
Producers, suppliers
Optimisation potential
References

back
List of all database-processes with this type of agent
cont.