Alifatísk kolvatnshreinsiefni/ kolvatnsefnisleysiefni úr jarðolíu

Mólikúlbygging alifatískra kolvatnsefna getur verið beinar keðjur, greinótt eða hringlaga. Alifatísk kolvatnsefni eins og alkanar, ísóparafín og alkenar eru helstu efnisþættir í bensíni. Mörg leysiefni innihalda blöndur af alifatískum tegundum eða alifatísk og arómatísk kolvatnsefni, fer eftir notkun. Algengir alifatísk leysiefni eru t.d. terpentína, jarðolíu nafta, eimuð jarðolía, sýklóhexan, oktan, pentan eða ísópentan, nónan.
Kolvatnsefnisleysiefni úr jarðolíu er skipt í tvo flokka, þ.e. grunn jarðolíu eimingarþættir og sérstaklega flokkuð tilbúin steinolíu kolvatnsefni. Steinolía, terpentína og nafta eru afurðir úr jarðolíu eimingarþáttum.

Þessi efni eru lakari tæknilega séð. Þau innihalda efnisþætti sem hafa breitt svið suðumarks og geta innihaldið leifar af bensenafleiðum og öðrum arómötum. Jarðolíu eimingarþættir voru mikið notaðir áður en klórbætt leysiefni tóku við. Nýlega hafa endurbættar aðferðir við skiljutækni og efnasmíði leitt til framleiðslu á sérflokkuðum steinolíu kolvatnsefnum. Steinolía eru beinkeðju, kvíslaðir eða hringlaga alkalanar, þeir eru alífatískir andstætt arómatísku (þ.e. unnið úr bensen og naftalín). Fjöldi kolefna í steinolíuleysiefni er 10-14. Miðað við jarðolíu eimingarþætti, þá hefur steinolíu kolvatnsefni mjög lágt arómatískt innihald, þrengra svið suðumarks, meiri leysni og er yfirleitt dýrari.


Jarðolíu kolvatnsefni eru yfirleitt notuð þegar snerting hlutar við vatn er óæskileg. Hreinsun með jarðolíu kolvatnsefnum er einföld, ódýr, eins þrepa hreinsun þar sem hágæðahreinsun er ekki skilyrði. Þau leysa vel upp mörg erfið lífræn óhreinindi t.d. þung olíu og fitu, tjöru og þurrt vax. Þar að auki hafa þau lága yfirborðsspennu, sem gerir þeim kleift að smjúga inn í og hreinsa lítil svæði.


Vatn er ekki notað með kolvatnsefnis hreinsiefnum, því er ekki hætta á vatnstæringu eða að vatn lokist í götum. Sumar hágæðahreinsanir eru árangursríkastar með kolvatnsefnis hreinsiefnum. Kolvatnsefnis hreinsiefni mynda ekki frárennslisvatn og eru endurvinnanleg með eimingu. Steinolíu flokkur er lyktarlítill, hefur lágt arómatískt innihald og lágt uppgufunargildi. Ef nota á þessi leysiefni þarf að huga að endurheimtingu rokgjarnra efna.

Additional information
Laws, regulations, standards
Prevention, SDS, columnmodel, etc.
Producers, suppliers
Optimisation potential
References

back
List of all database-processes with this type of agent
cont.