Sýru hreinsiefni

Hreinsiefni með pH gildi 0-6. Blanda af yfirborðsvirkuefni og sýru hreinsar vel ólífræn (steinefni) óhreinindi. Hreinsun með sýru er mikið notað til að fjarlægja hrúður, ryð og oxíð af málmum. Hreinsiefni gæti innihaldið ólífrænar sýrur (flúorsýra, brennisteinssýra, fosfórsýra, saltpétursýra), krómsýrur og lífrænar sýrur (edikssýra eða oxalsýra). Þau gætu einnig innihaldið hreinsiefni, klóbindiefni og smávegis af vatnsblandanlegum efnum. Val á sýru og viðbótarefni fer eftir málmtegund og óhreindum sem á að hreinsa.
Snerting málma við sýru getur valdið vetnistæringu. Hitameðferð og rétt val á sýru getur dregið úr eða komið í veg fyrir vetnistæringu. Við sýruþvott þarf að nota öryggisbúnað, vörn gegn gufu, hanska og augnhlífar.
Fyrir förgun á úrgangi þarf að jafna pH gildi og gæti þurft að fjarlægja sum óhreinindi. Notkun klóbindiefna getur gert losun uppleystra málma í hreinsiefni erfiða.

Additional information
Laws, regulations, standards
Prevention, SDS, columnmodel, etc.
Producers, suppliers
Optimisation potential
References

back
List of all database-processes with this type of agent
cont.