Vatnsleyst hreinsiefni

Þau geta verið hreint vatn eða blanda af vatni, hreinsiefnum og öðrum aukefnum sem stuðla að hreinsun lífrænna og ólífrænna óhreininda af hörðu yfirborði. Þau geta verið súr, basísk eða hlutlaus. Þau eru samsett úr nokkrum efnum, þar sem hvert efni gegnir ákveðnu hlutverki og hefur áhrif á það hvernig óhreinindin eru fjarlægð. Vatnleyst hreinsiefni geta verið óblandaðir vökvar eða duft. Kostirnir eru t.d. lítill kostnaður og minni mengun.
Vatnsleyst hreinsiefni hafa verið notuð í langan tíma í málmiðnaði og geta fjarlægt flest óhreinindi t.d. ólífræn óhreinindi, smáagnir, filmu, léttar olíur og leifar (þar á meðal leysiefni eða önnur hreinsiefni) frá framleiðslu, verkstæðisóhreinindi og hrúður. Leysiefni leysa óhreinindi upp í staka sameindir, en vatnsleyst hreinsiefni nota eðlis- og efnafræðilega eiginleika til að fjarlægja óhreinindi. Vatnsleyst hreinsiefni eru einnig áhrifaríkari við hærra hitastig. Þess vegna eru rétt handbrögð og aðferðir mikilvægari heldur en við notkun hefðbundinna leysiefna, til að ná hámarks árangri og jöfnum gæðum við hreinsun. Að sömu ástæðu eru þau sveigjanleg í notkun þar sem afköst þeirra ráðast af samsetningu, útþynningu og hitastigi.
Súr og basísk hreinsiefni geta haft áhrif á málmhluti. Í sumum tilfellum er bætt við aukefnum til að draga úr þessum áhrifum. Aðrir ókostir eru t.d. aukin vatnsnotkun og lengri þurrktími.

Vatnsleyst hreinsiefni geta innihaldið:

Yfirborðsvirkefni
Grunnefnin sem virka eðlisfræðilega eru yfirleitt lífræn mólikúl, þar sem hluti af mólikúlbyggingunni er vatnssækinn og hinn hlutinn vatnsfælinn. Slík mólikúl virka sem brú milli óhreininda og vatns með því að veita eðlisfræðilega hreinsun með þeytingu, gegnumflæði, útbreiðslu, froðumyndun og vætingu. Yfiborðsvirkefni eru oft blönduð til að bæta hreinsigetu þeirra.
Jónísk yfirborðsvirkefni eru tvenns konar, anjónísk yfirborðsvirkefni sem eru neikvætt hlaðin í vatnslausn og katjónísk yfirborðsvirkefni sem eru jákvætt hlaðin. Ef hleðsla vatnsleysanlega þáttarins fer eftir pH gildi lausnar, kallast það amfóterískt yfirborðsvirkt efni. Þessi yfirborðsvirkuefni hegða sér sem katjónísk yfirborðsvirkefni við sýruskilyrði og sem anjónísk yfirborðsvirkefni við basískskilyrði. Jónísk yfirborðsvirkefni einkennast yfirleitt af mikilli froðumyndun.
Ójónísk yfirborðsvirkefni sem klofna ekki þegar þau eru leyst upp í vatni hafa breiðustu virknina sem fer eftir jafnvægi á milli vatnssækni og vatnsfælni. Hitastig hefur áhrif á þetta jafnvægi. T.d. hefur hitastig lausnar áhrif á eiginleika ójónískra yfirborðsvirkra efna til að mynda froðu. Ef hitastig hækkar, lækkar vatnsfælni og leysni. Við gruggmörk (lágmarksleysni) virka þessi efni sem affreyðiefni. Fyrir neðan gruggmörk eru froðumyndun mismunandi.
En vegna hættu á botnfalli er ekki hægt að blanda katjónískum og anjónískum yfirborðsvirkum efnum saman.

Mýkiefni fyrir vatn
Mýkiefni eru notuð til að koma í veg fyrir uppsöfnun af mismunandi steinefnum (harka vatns). Þessi efni eru yfirleitt bindiefni fyrir kalsíum og magnesíum eða klóbindiefni. Bindiefnin mynda leysanlegt efnasamband með kalsíum og magnesíum. Dæmi: sódíum trípólýfosfat, tetra-kalíum pýrófosfat, organó-fosfat og pólýraflausn. Klóbindiefni eru t.d. glúkonat og etýlen díamín tetrasetik sýra.

Oxunarmiðlar
Oxunarmiðlar sem eru notaðir í hreinsiefni eru hýpóklórít (sótthreinsiefni) og perbórat. Klórbætt hreinsiefni eru oftast notuð til að hreinsa prótein leifar.

Ensím
Ensím eru lífræn og eru prótein með sérhæft efnafræðilegt hlutverk. Mikilvægur þáttur ensíma sem hreinsiefni er geta þeirra til að vinna á og eyða lífrænum óhreinindum með því að umbreyta þeim með hvötum í smærri leysanlegar einingar. Í sérhæfðum matvælaiðnaði er farið að nota hreinsiefni úr ensímum eins og amýlasa og öðrum kolvetnissundrandi ensímum, próteasa og lípasa. Kosturinn við ensím er að þau þurfa oft minni orku (minna af heitu vatni við hreinsun) og eru umhverfisvænni.

Basísk mýkiefni
Mjög basísk hreinsiefni innihalda lút (kalíum hýdroxíð) eða vítissóda (kalíum hýdroxíð). Mikilvægur eiginleiki þeirra er að þau sápa fitu, mynda sápu. Þessi hreinsiefni eru notuð í mörg CIP-kerfi eða flöskuþvottakerfi. Meðal lútkennd hreinsiefni innihalda natríum, kalíum eða ammoníum fosfat salt, sílikat eða karbónat. Trí-natríum fosfat er eitt af þeim elstu og árangursríkast. Sílikat er oft notað sem ryðvörn. Notkun hreinsiefna með karbónati við hreinsun í matvælaiðnaði er takmörkuð vegna víxlverkunar kalsíum við magnesíum og filmumyndunar.

Sýrumýkiefni
Hreinsiefni með sýru innihalda lífrænar og ólífrænar sýrur. Algengustu ólífrænu sýrurnar sem eru notaðar, eru: fosfórsýra, nitur, súlfamik, natríumsúlfatsýra og saltsýra. Einnig eru notaðar lífrænar sýrur t.d.: hýdroxílasetat, sítrónusýra og glúkóssýra.

Íblendi
Íblendi eykur umfang eða eyðir hættulegum þvottaefnum sem er vandasamt að meðhöndla. Sterkur lútur er oft þynntur með íblendi til að meðhöndlun verði auðveldari og öruggari. Vatn er notað sem íblendi í fljótandi hreinsiefni. Natríumklóríð eða natríumsúlfat eru gjarna íblendi í dufthreinsiefnum.