Þurrís

Loftkennt eða fljótandi CO2 er þrýst úr gaskúti við herbergishita eða úr háþrýstings kælihylki og þanið út um stút, þá verður fasabreyting, úr föstu formi í þurrís, þ.e. CO2 kristallast við þrýstingin.
Einnig er hægt að þrýsta þurrís í gegnum mót, við -79°C, við það formast íshögl á stærð við hrísgrjón. Blástursmiðlinum er sprautað í gegnum sérstakan stút á yfirborðið sem þarf að hreinsa. Hreinsunin á sér stað þegar ísinn lendir á óhreinindunum, færir þau úr stað og fjarlægir þau með gasstraumnum. Aðferðin virkar vel við að fjarlægja mjög smáar agnir (míkron eða submíkron), þar sem rennslisviðnám dregur yfirleitt úr virkni hreinsunar með vökva. Hreinsun með þurrís er álitið vinna á kolvatnsefnishúð með því að leysa upp kolvatnsefnismólikúlin í tímabundið fljótandi CO2 sem er þá fjarlægt með þrýstingnum af þurrís og gasi.
Þurrís hreinsar sérstaklega vel léttar olíur og smáagnir af fínlegum og viðkvæmum hlutum, t.d. tengivíra og spegla í sjónaukum. Kristallar þurríss úr úðabyssu eru mjög léttir og geta verið mismunandi að stærð og þéttleika. Er notað til að hreinsa léttar olíur og fingraför af speglum, linsum og öðrum viðkvæmum og fínvinnu hlutum án þess að rispa yfirborðið. Notað til að fjarlægja flúx eftir lóðningu. Þurrís getur hreinsað rafrásir og samrásir án þess að skemma tengivíra. Engin önnur aðferð með vélabúnaði getur leikið þetta eftir.

Additional information
Laws, regulations, standards
Prevention, SDS, columnmodel, etc.
Producers, suppliers
Optimisation potential
References

 
back
List of all database-processes with this type of agent