Blástursmiðill

Í blásturshreinsun eru notaðir margs konar blástursmiðlar fyrir mismunandi hreinsanir og árangur. Árangur hreinsunar ræðst af hörku, skerpu, stærð og tegund blástursmiðils. Algengustu efni eru sandur, stál, kopar, gler, plast og þurrís. Stærðin getur verið frá míkron upp í millimetra. Tilgangurinn getur verið að ýfa, afhreistra, ryðhreinsa, affita, hreinsa oxíðhúð eftir hömrun/völsun, fjarlægja málningu og húð, fægja eða herða yfirborð (hömrun). Henta ekki vel til að fjarlægja agnir, olíu eða fitu. Blásturshreinsun fylgir hávaði og hefur takmarkaða notkun á óreglulega hluti og sprungur.