Járn- og stálsandur

Sand úr steypujárni er hægt að nota til að ýfa, afhreistra, ryðhreinsa og hreinsa yfirborð. Sandur með hvössum brúnum úr unnu hákolastáli endist lengi og slípar hratt niður. Stálsandur er notaður með góðum árangri við forvinnu undir glerung, málningu og húðun. Stálsandur er kantað stálslípiefni, myndast þegar harðstála högl eru mulin og síðan flokkuð með síun.
Stálhögl eru unnin úr hákolefnisstáli sem er hert til auka endingu og sprunguþol, notað í hömrun og hreinsun. Við framleiðslu á stálhöglum er bráðnum málmi fleygt í vatn. Kúlulöguðu kornin eru þá síuð og flokkuð. Við hömrun á yfirborði er ekki notaður hiti. Hömrun eykur þreytuþol og dregur úr innri spennu. Stálsandur hefur næga hörku til að ná sem bestri hreinsun. Og heldur kúlulaga lögun í blöndunni sem er notuð við hömrun. Dæmigerðar aðferðir eru umbætur á málmi, spennulosun, hreinsun á leifum eftir hitameðferð, vinnslubláma, ryði, málningu og sandi eftir steypu.

Stálsandur hreinsar hraðar en högl en brotnar hraðar niður. Mikilvægt að geyma sandinn á þurrum stað, annars getur hann harnað/farið í köggla.
Stálsandur eða högl henta ekki í allar aðgerðir vegna hættu á járnoxíðmengun. Yfirborðstæring getur komið eftir meðferð, því þarf að húða eða verja yfirborð til bráðbirgða strax.

Kældur járnsandur er hvítjárna uppbygging sem splundrast við högg í stað þess að eyðast. Hann er harðari en stál og hreinsar því hraðar en brotnar fljótar niður. Sandurinn er oft notaður til að móta byggingarstál og hluti fyrir málun, málm- eða plasthúðun. Við geymslu á kældu steypujárni er hætta á oxun líkt og með önnur stálslípiefni.

Additional information
Laws, regulations, standards
Prevention, SDS, columnmodel, etc.
Producers, suppliers
Optimisation potential
References

back
List of all database-processes with this type of agent
cont.