Blásturshreinsun (Hreinsun með slípiefnum)
Við blásturhreinsun eru notaðar litlar hvassar agnar, þeim er sprautað með lofti eða vatni á yfirborðið, krafturinn fjarlægir óhreinindi. Slípiefnin eru af mörgum gerðum til að uppfylla margvíslegar kröfur. Þessi aðferð er oft notuð til að hreinsa flögur og málningu, sérstaklega af stóru svæði sem erfitt er að komast að.

Blásturshreinsun er oft eina gagnlega hreinsiaðferðin á stál sem er viðkvæmt fyrir vetnistæringu/broti. Þessi aðferð er einnig notuð til að forvinna málma, t.d. ryðfrítt stál og títaníum undir málningu. Málningin bindst þá betur við málminn sem hún gerir ekki annars.

Blásturhreinsun með þrýstingi og sogi þarf mikla orku til að framleiða loft- eða gufuþrýsting sem er notað til að dreifa slípiefninu. Þrýstiblásturskerfi þurfa um 685 kPa til að þrýsta slípiefninu í gegnum sérstaka túðu. Túðurnar eru með margvíslega lögun. Flest kerfi nota túður sem hægt er að skipta um t.d. úr málmblöndum eða með slitvörn úr keramíki. Hægt er að nota allar tegundir slípiefna með blásturshreinsunarkerfi við mismunandi aðstæður.

Einfaldasta form af blásturshreinsun eru sogblástursklefar. Þá er hægt að nota handvirkt eða með föstum eða færanlegum túðum. Túðan blandar saman lofti og slípiefni og myndar blástursblöndu vegna sogkrafts loftsins sem kemur frá túðunni.

Einnig er til blástursaðferðir sem nota spaða eða viftur í stað lofts til að dreifa slípiefninu. Þær aðferðir þurfa aðeins 10% af þeirri orku sem er notuð með þrýstilofti, til að dreifa sama magni af slípiefni og með sama hraða. Ending hluta (dreifari, hús, blöð, hásing) fer aðallega eftir tegund og ástandi slípiefnis og óhreininda sem eru fjarlægð. Slit er mun meira þegar notuð eru ómálmkennd slípiefni t.d. sandur, áloxíð og sílikonkarbíð. Glerperlur og ójárnkenndar kúlur valda litlu sliti.

Miðflóttaaflsdælur notaðar í blásturshreinsun eru tiltölulega einfaldar. Þær hafa eitt þeytihjól, einfalt færiband, endurnýtingarkerfi fyrir slípiefni og ryksafnara.


Þurr blásturshreinsun

Svo til allir málmar geta verið hreinsaðir með a.m.k. einni af mögulegum blásturshreinsiaðferðum. Slípiefnið þarf að velja vandlega fyrir mjúka, brothætta málma og málmblöndur úr þeim t.d. ál, magnesíum, kopar, sink og beryllíum.

Kyrrstæður tækjabúnaður fyrir þurrblásturshreinsun

Þurrblásturshreinsun er líklega afkastamesta og umhverfisvænasta blástursaðferðin. Viðeigandi loftræsting sér um að halda vinnusvæði hreinu og ryksafnari gerir losun ryks einfalda. Til að tryggja nægilega loftræstingu í blásturskáp er notaður ryksafnari með síu úr dúk. Yfirleitt er vifta tengd við ryksafnarann.

Það eru til nokkrar tegundir af búnaði fyrir þurrblásturshreinsun. Val á búnaði fer eftir hlutum sem á að hreinsa og kröfum um afköst.

a) Klefar/skápar. Búnaðurinn er inni í klefa, slípiefni og ryk dreifast því ekki út um allt. Hluturinn er festur niður. Þessi búnaður getur verið handvirkur, hálfsjálfvirkur eða alsjálfvirkur. Getur hreinsað eitt stykki, stafla af hlutum eða stöðugt streymi hluta.
b) Stöðugt streymi. Búið viðeigandi stuðnings- og flutningsbúnaði. Þessi búnaður er ætlaður fyrir stöðuga hreinsun á stálplötum, vafningum og vírum. Hreinsa einnig, með miklum afköstum, steypta og valsaða hluti. Í búnaðinn er innbyggt endurvinnslukerfi fyrir slípiefni og útblásturskerfi til að fjarlægja ryk og agnir.
c) Tromla. Innbyggt færiband, þeytiskrúfa/ur og endurvinnslukerfi fyrir slípiefni. Þessi búnaður tromlar og hreinsar hlutina um leið. Þegar færibandið hreyfist, er hlutunum velt varlega og slípiefnið lendir á öllum hliðum. Þessi aðferð er ekki notuð á rennda eða fræsta hluti því að hún eyðileggur unna yfirborðið.

Færanlegur búnaður fyrir þurrblásturshreinsun

Þegar hlutir sem á að hreinsa eru of stórir til að setja inn í klefa, er hægt að nota færanlegan búnað. Yfirleitt er notaður ódýr sandur því það er erfitt að endurheimta slípiefni með færanlegum búnaði.

Færanlegur endurvinnslubúnaður er nýtilkominn í blásturshreinsun. Slípiefnið er undir þrýstingi í slöngu sem er inn í stærri slöngu. Eftir notkun fer slípiefnið aftur til baka í gegnum ytri slönguna og inn í endurnýtingareiningu. Með þessu tæki er hægt að hreinsa stóra hluti utandyra með sérstöku slípiefni án þess að valda umhverfisspjöllum.

Blástur með örhreinsiefni er önnur gerð af færanlegum búnaði. Slípefnið er aðeins 1-100 µm og túðuopið er 0,4-1,2 mm. Þessi búnaður er yfirleitt það smár að það er hægt að halda á honum. Hann er notaður til að sljóvga hvassar brúnir, hreinsa og undirvinna yfirborð. Mikilvægt að slípiefni sé þurrt og einsleitt, ekki hægt að endurnýta.

Blásturshreinsun með vökva

Slípiefni fyrir þessa aðferð eru fíngerðari en í hreinsun án vökva, þau eru leyst upp í efnafræðilega meðhöndluðu vatni til að mynda efju. Grugglausninni er sprautað á hlutinn undir þrýstingi í gegnum eina eða fleiri túður. Þegar lausninni eru dælt upp er einnig hrært í henni til að koma í veg fyrir botnfall.

Blásturshreinsun með vökva er ekki notuð til að hreinsa mikið magn af hrúðri, hvössum brúnum eða óhreinindum. Hún er notuð til að vinna létt á yfirborðinu. Smáir hlutir t.d. sprautunálar og rafeindahlutir eru sljóvgaðir með þessari aðferð.

Yfirleitt eru hlutir forhreinsaðir til að koma í veg fyrir að efjan sem er endurnotuð mengist ekki. Forhreinsun getur verið affitun eða hreinsun á ryði og þurrum óhreinindum með blásturshreinsun án vökva.

Alls kyns slípiefni eru notuð í blásturshreinsun með vökva. Kornastærð getur verið frá 20 mesh (mjög gróft) í 5000 mesh (mjög fínt). Slípiefnin geta verið lífræn efni, jarðefni, matarsódi, kísill, kvars, áloxíð ofl.

Vökvarnir sem eru notaðir til að úðast með slípiefninu eru yfirleitt vatn sem inniheldur aukefni eins og ryðvarnarefni, vætiefni og efni sem koma í veg fyrir stíflur og botnfall. Í sumum tilfellum eru notaðir eimingarþættir úr jarðolíu til að hreinsa olíuleifar og fíngerðar flögur eða brúnir. Þá er reyndar aðeins hægt að nota með sérhönnuðum búnaði vegna brunahættu.

Blásturshreinsunarútbúnaður með vökva er oft sérhannaður fyrir ákveðnar aðstæður, þó er til búnaður sem nýtist almennt t.d.:
- Tækjabúnaður í klefa/skáp
- Láréttur snúanlegur búnaður, með borði af mismunandi stærðum
- Lóðréttur hjólabúnaður
- Keðju- eða færubandabúnaður
- Skutlu-klefar með vagni og teinum
- Búnaður á vagni með sjálfvirkum búnaði fyrir stangir og pípulagaða hluti

Þessi búnaður getur verið með stöðvum til að leysa upp, þvo og skola óhreinindi og færiböndum.

Hreinsun með þurrís

Frosnum koltvísýringi (CO2) eru sprautað á yfirborð með lofti eða gasi. Þurrísinn (höglin) getur hreinsað burt málningu, fitu og olíu. Sumir hlutir geta verið viðkvæmir fyrir hitabreytingum og ætti að athuga það áður. Þunnir hlutir geta skemmst þegar höglin lenda á þeim. Höglin er hægt að framleiða í mismunandi stærðum og sprauta undir mismunandi þrýstingi til að auka hreinsigetu eða draga úr yfirborðsskemmdum. Einnig er til mjúkur þurrís, snjóflögur, úr frosnu CO2 gasi. Snjórinn nýtist vel til að fjarlægja agnir. Hann hefur verið notaður til að fjarlægja smáar agnir af sjóntækjum, snúðvísi (gyroscope), þunnfilmuspeglum og öðrum viðkvæmum hlutum. Einnig við hreinsun á þunnum filmum af vökva, flúxi og fingraförum. Getur ekki fjarlægt ryð, málningu, fitu eða mikið magn af olíu. Hentar best við sjónlínuhreinsun. Kostirnir við CO2 höglin og snjóinn er að þau gufa upp þegar þau lenda á hlutnum og því þarf aðeins að farga óhreinindunum. Öryggisbúnaður er loftræsting og varnir til að koma í veg fyrir langvarandi snertingu við þurrísinn og öryggisgleraugu.
Noise levels may reach between 60 and 120 db. Meanwhile special nozzles have been developed achieving reductions of ca. 20 db.

Additional regulations
Prevention, SDS, column-model, etc.
Producers, suppliers
Optimisation potential
References


back
List of all database-processes with this method
forward