Úðahreinsun

Þessi aðferð hefur verið vinsæl í mörg ár því hún er árangursrík, sveigjanleg og kostnaður við tækjabúnað er lágur. Það eru til nokkrar sérhæfðar úðahreinsanir t.d. með gufu. Þá er hreinsiefnið sett saman við háþrýstigufu. Önnur aðferð er rennslishreinsun þar sem hreinsivökvinn flæðir hratt yfir hlutinn en við tiltölulega lágan þrýsting.

Úðahreinsibúnaður er yfirleitt hannaðar fyrir ákveðna uppsetningu. Hlutir, stærð, magn, tími sem þarf til að hreinsa og skola og eftirmeðferð hafa áhrif á hönnun búnaðarins. Margar vélar hafa fleiri en eitt hreinsiþrep og að auki skolun og þurrkun með háþrýstilofti. Vélarnar geta verið gerðar fyrir klefa eða innfellt færiband.

Úðabyssur nota lágfroðu yfirborðsvirkefni sem draga úr froðumyndun, jafnvel við háan þrýsting. Með árunum hafa verið framleidd lágfroðu yfirborðsvirkefni fyrir úðahreinsun sem hafa sömu hreinsigetu og yfirborðsvirkefni sem eru notuð í hreinsiböð.

Nokkrar framfarir hafa náðst síðustu ár við að lækka notkunarhitastig basískra hreinsiefna. Mikið sparast við lægra hitastig þar sem orkunotkun minnkar.

Við þeytihreinsun er þeytu úðað handvirkt með lágum þrýstingi, 5 psi yfir stóra hluti í loftræstum klefa. Þar sem starfsmaður er í mikilli snertingu við efnin er hætta á áhrifum frá efnunum, fer eftir þeytu og hitastigi.

Þegar eldfimum og sprengifimum vökvum er sprautað getur kviknað í þeim, því þarf að nota réttan öryggisbúnað t.d. slökkvitæki eða eldvarnarteppi.

Háþrýstihreinsun miðast við 500 psi, lágþrýstihreinsun er við þrýsting lægri en 200-300 psi.

Prevention, SDS, column-model, etc.
Producers, suppliers
Optimisation potential
References


back
List of all database-processes with this method
forward