Gufuaffitun

Hlutir eru affitaðir með gufu. Gufa leysiefnis þéttist á hlutunum og hreinsar þá. Notuð er heit gufa af klór- eða flúorbættum hreinsiefnum til að fjarlægja óhreinindi, sérstaklega olíu, fitu og vax.

Gufuaffitunarbúnaður samanstendur af stáltanki með upphituðum leysiefnageymi, eða pönnu á botninum og kælisvæði efst. Leysiefnið er hitað nægilega þar til það sýður og myndar heita gufu. Heit gufan er þyngri en loft og ýtir því frá og fyllir tankinn upp að kælisvæðinu. Gufan þéttist þegar hún nær kælisvæðinu, heldur því stöðugu gufustigi og myndar varmajafnvægi. Gufan þéttist á hlutnum, vegna hitamunar á heitri gufu og köldum hlut, og leysir upp óhreinindin.

Óhreinindin sem eru fjarlægð af hlutnum sjóða yfirleitt við hærra hitastig en leysiefnið, sem leiðir til myndunar mjög hreinnar leysiefnagufu, jafnvel þó að sjóðandi leysiefnið geti verið mjög mengað af óhreinindum frá fyrri hreinsun.

Í gufuaffitun hitna hlutirnir þegar gufan þéttist á þeim og ná sama hitastigi og sjóðandi gufan, þeir þorna um leið og þeir eru teknir úr gufunni.

Rotvarnarefnum er bætt út í leysiefnin svo þau haldi jafnvægi. Flest klórbætt leysiefni þurfa rotvarnarefni til að þau nái fullri hreinsigetu í gufuaffitun.

Einfaldasta affitunarkerfið notar eingöngu þéttingu á leysiefni. Ef hluturinn er með göt eða rifur þar sem gufan kemst ekki inn eða ef ekki er hægt að fjarlægja óhreinindi er hægt að bæta við úðahreinsun. Kerfið samanstendur þá af gufu – spúlun – gufu. Aðrar aðferðir hafa heita vökva-gufu, sjóðandi vökva/heita vökva-gufu. Í sumum tilfellum er bætt við úthljóðshreinsun.

Þegar hlutur úr járni er affitaður með gufu er yfirleitt fjarlægt lífrænt lag og málmurinn því óvarinn gegn tæringu. Þegar hlutir úr hágæða stáli með mjög slétt yfirborð (t.d. legur) eru affitaðir og þörf er á ryðvörn, verður að bæta inn í ferlið ryðvörn með skolun eða dýfingu.

Suðuaffitun
Hreinsivökvi, oftast kolvatnsefni eða klórbætt kolvatnsefni, stundum hlutlaust eða basískt vatnsleysanlegt hreinsiefni, er hitaður upp að suðu og hlutirnir settir ofan í. Fita og vax bráðnar og vegna stöðugra hreyfinga á loftbólum leysast óhreinindin upp. Þessi aðferð er oft notuð sem undanfari gufuaffitunar. Í öðrum aðferðum er orkunotkun of mikil. Einnig er hægt að fjarlægja agnir. Hlutir verða að þola hitabreytingar.

Prevention, SDS, column-model, etc.
Producers, suppliers
Optimisation potential
References


back
List of all database-processes with this method
forward