Handvirk hreinsun

Handvirk hreinsun/hreinsun með strokum, er einfaldasta hreinsiaðferðin, svo til enginn búnaður er notaður. Starfsmaður bleytir klút eða svamp með viðeigandi hreinsiefni og strýkur yfir óhreina hlutinn, einnig má nota þvegil eða kúst. Starfsmaður klæðist svuntu, gúmmíhönskum og augnhlífum. Hreinsiefnið er látið liggja á hlutnum (2-3 mín. eru yfirleitt nóg) og síðan skolað af með vatni.

Handvirk hreinsun hentar einungis við hreinsun á fáum, stórum og fyrirferðamiklum hlutum sem ekki er hægt að dýfa í bað. Launakostnaður verður of mikill ef margir hlutir eru hreinsaðir í einu. Styrkur hreinsiefnis er meiri en í hreinsibaði og úðahreinsun, hreinsiefnið er yfirleitt ekki endurnýtt.

Þessi aðferð framleiðir meiri úrgang en aðrar aðferðir. Tuskur og þveglar verða gegnsósa af hreinsiefni og óhreinindum. Kröfur um förgun notaðra tuskna fer eftir hreinsiefni og óhreinindum.

Prevention, SDS, column-model, etc.
Producers, suppliers
Optimisation potential
References

 

back
List of all database-processes with this method
forward