Ensím

Ensím er sérstakur flokkur vatnsleystra hreinsiefna. Ensím eru lífræn og eru prótein með sérhæft efnafræðilegt hlutverk. Mikilvægur þáttur ensíma sem hreinsiefni er geta þeirra til að vinna á og eyða lífrænum óhreinindum með því að umbreyta þeim með hvötum í smærri leysanlegar einingar. Ensímum er yfirleitt blandað saman við volgt vatn og er hægt að nota með vatnsleystum eða meðal vatnsleystum hreinsiefnum. Þar sem þau eru lífræn, takmarkast notkun þeirra við ákveðið hitastig. Ensím eru yfirleitt notuð á óupphitað yfirborð. En ný framleiðsla af ensímhreinsiefnum mun væntanlega hafa víðtækari notkun, þar sem þau eru framleidd úr hita- eða kuldakærum örverum.
Í sérhæfðum matvælaiðnaði er farið að nota hreinsiefni úr ensímum eins og amýlasa og öðrum kolvetnissundrandi ensímum, próteasa og lípasa. Kosturinn við ensím er að þau þurfa oft minni orku (minna af heitu vatni við hreinsun) og eru umhverfisvænni. Eftir notkun má losa þau beint í holræsakerfið, ef þau hafa ekki komið í snertingu við hættuleg efni.


back
List of all database-processes with this type of agent
cont.