Hreinsibað

Hreinsibað er fjölhæfasta hreinsiaðferðin sérstaklega við hreinsun á hlutum með óreglulega lögun eða hólf, einnig rör og sívalninga sem ekki er hægt að hreinsa fyllilega með úðahreinsun. Aðferðin getur verið allt frá því að dýfa einum hlut handvirkt í bað eða velta/hrista grind með mörgum hlutum í leiríláti við herbergishita. Eða sjálfvirk mötun við hærra hitastig með stýrðum velting/hristing.

Hreinsiefnin fyrir hreinsiböð eru oft efnafræðilega lík þeim efnum sem eru notuð við úðahreinsun, en þar sem þrýstingur er ekki fyrir hendi er styrkur efnisins yfirleitt hærri. Til að ná sem bestum árangri er hlutum raðað í körfu eða á rist til að losna við innilokað loft eða að hlutirnir liggja hver ofan á öðrum.

Það eru nokkrar aðferðir við að dýfa hlutum í bað.

- Tromla. Notað þegar hreinsa þarf marga smáa hluti í einu. Hlutirnir veltast þegar tromlan snýst í hreinsivökvanum. Í sumum tilfellum eru steinar settir með í tromluna, sem nemur tveimur þriðju af hleðslunni.
- Færiband. Þegar hlutirnir eru dregnir á færibandi í gegnum hreinsivökvann myndast straumur sem hreinsar burt óhreinindi.
- Vélræn hreinsun. Hreinsiefnið er borið á hlutinn með t.d. bursta eða sköfu.
- Vélrænn veltingur/hristingur. Hreinsivökvanum er dreift með dælu, rafmagnsþeytara eða úthljóðsbylgjum.
Einnig er hægt að ná þessu fram með því að láta flæða hratt yfir hlutina. Þegar flæðir hratt yfir hlutina myndast lofttæmi þegar vökvinn streymir fram hjá götum og óhreinindin skolast út. Ef notaður er mikill kraftur geta myndast litlar loftbólur líkt og við úthljóðshreinsun. Annar kostur er að hringiðan sem myndast, kemur í veg fyrir að olía setjist á yfirborðið, hlutir verða því ekki óhreinir aftur þegar þeir eru fjarlægðir.
Háþrýstingshristingur/veltingur, hentar vel fyrir djúp göt, leiðslur og rör eða búnt af rörum og leiðslum með lítið þvermál. Hægt að nota mismunandi vökva.

Prevention, SDS, column-model, etc.
Producers, suppliers
Optimisation potential
References

 

back
List of all database-processes with this method
forward